136. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2008.

stjórn fiskveiða.

114. mál
[17:51]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Einar K. Guðfinnsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessa ræðu hv. þingmanns hef ég oft heyrt, bæði styttri og lengri útgáfuna af henni, en ég var eiginlega ekki að fiska eftir því. Ég var að fiska eftir því hvort hv. þingmaður vildi segja okkur hvaða skoðun hann hefði á því hvað ætti að fara hátt með veiðiskylduna af því að ýmis sjónarmið hafa verið uppi í þeim efnum. Alþingi hefur breytt lögum um veiðiskyldu þannig að hún hefur aukist og reynt hefur verið að gera breytingar í þá átt að auka skyldu manna til þess að veiða úthlutaðar aflaheimildir. (Gripið fram í: Nei.) Síðan hafa komið upp sjónarmið frá sjómannasamtökunum öllum og LÍÚ um að fara ofar með veiðiskylduna, (GMJ: Það á að innkalla allar veiðiheimildir.) úr 50% í 75%. Ég spurði hv. þingmann einfaldlega, af því að hann sagði áðan að hann teldi sjálfur að það ætti að auka veiðiskylduna, hvort hann gæti sagt okkur hvert hans sjónarmið væri, hvort það ætti að fara úr 50% í 75%.