136. löggjafarþing — 26. fundur,  13. nóv. 2008.

3. umr. um fjármálafyrirtæki.

[17:55]
Horfa

Guðfinna S. Bjarnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Hér ræðum við í 3. umr. mál sem varðar þjóðarhagsmuni. Ég ætla að vitna í orðræðu mína í síðustu viku þar sem ég gagnrýndi vinnubrögð þingsins. Það sem ég gagnrýndi sérstaklega var að við verðum ekki nógu miklum tíma og hygðum ekki nógu vel að því sem varðaði fólkið í landinu. Ég verð að segja ykkur — og þér, virðulegi forseti, — að mér finnst að síðan hafi orðið á bragarbót. Við höfum nótt og dag hugað að málefnunum sem skipta okkur mestu máli. Hér erum við með hagsmuni þjóðar, almennings og kröfuhafa, hagsmuni okkar allra, virðulegi forseti. Þess vegna styð ég það að við klárum málið og vil benda á að vinstri grænir eru einangraðir í (Forseti hringir.) afstöðu sinni. (Gripið fram í.)