136. löggjafarþing — 32. fundur,  20. nóv. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[12:48]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég spyr hæstv. forsætisráðherra, vegna þess að nú liggur það fyrir að ríkisstjórnin gaf eftir í þessu deilumáli og milliríkjadeilu sem upphaflega var gagnvart Bretum, er hæstv. forsætisráðherra tilbúinn að segja hér úr ræðustóli að það hafi verið mistök að láta þetta taka svona langan tíma? Átti hann að gefast upp, ef má nota það orðalag, fyrr?