136. löggjafarþing — 32. fundur,  20. nóv. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[19:06]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Eins og hv. þingmaður getur séð á skiptingunni í 24. gr. er annars vegar um að ræða þann hlut sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og nágrannaþjóðir okkar ætla að lána okkur, hins vegar er gerð grein fyrir þeim hlut sem snýr að innstæðureikningum bankanna erlendis og síðan það sem eftir stendur af skuldbindingum bankanna þriggja á þessu tímabili. Eins og við vitum er ríkissjóður ekki ábyrgur fyrir þeim skuldum. Það eru skilanefndirnar og hvernig vinnst úr þeim þrotabúum sem þar verða til ef bankarnir verða ekki endurreistir á einhvern annan hátt með hjálp lánardottna eða einhverjum slíkum aðferðum — það eru þá þeir aðilar sem þurfa að standa skil á þeim skuldum eftir því sem eignir duga til. Þannig liggur í því sem þarna er upp talið.