136. löggjafarþing — 33. fundur,  21. nóv. 2008.

tilkynning um dagskrá.

[10:35]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Um kl. 11 í dag, að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma, fer fram utandagskrárumræða um bankamál og skilin milli eldri banka og hinna nýju. Málshefjandi er hv. þm. Álfheiður Ingadóttir. Viðskiptaráðherra Björgvin Sigurðsson verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.