136. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2008.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

173. mál
[17:34]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti ítrekar ósk sína til hv. áheyrenda að þeir hafi hljóð á pöllunum svo ekki þurfi að grípa til neinna sérstakra aðgerða. [Háreysti á þingpöllum.] (Forseti hringir.) Forseti ítrekar ósk sína til hv. áheyrenda. Að öðrum kosti … [Háreysti á þingpöllum.] (Forseti hringir.) Þetta eru síðustu aðvaranir forseta til hv. áheyrenda. Ef ekki verður hljóð á pöllunum verða þeir ruddir. Ég bið hv. áheyrendur um að virða óskir forseta.