136. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2008.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og virðisaukaskattur.

175. mál
[14:47]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Markmiðið með þessu er öðrum þræði það að styrkja gjaldeyrisstöðuna, það skiptir auðvitað máli. En varðandi að setja á þetta hámarksfjárhæð mundi hættan í sambandi við slíkt leiða til einhvers konar kapphlaups. Þeir sem koma fyrstir fá fyrstir. Það væri kannski ekki alveg réttlátt að gera það þannig. Betra væri þá að hafa það tímabundið. Ef menn hafa áhyggjur af því að þetta sé gríðarlega mikið er hægt að stytta tímann frekar en að setja þak á upphæðina.