136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[12:55]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Áfram er skorast undan að koma með tillögur aðrar en þær sem voru komnar sem hljóðuðu upp einhverja örfáa tugi milljóna í sambandi við varnarmálin.

Eitt vakti athygli mína í ræðu hv. þingmanns. Hann talaði um að menn ættu að snúa sér að mannaflsfrekum framkvæmdum öðru fremur. Er hv. þingmaður þar með að segja að ekki eigi að leggja fé til vegagerðar? Eða lítur hann svo á að það séu mannaflsfrekar framkvæmdir? Hvað annað á hann þá við þegar hann talar um slíkt? (Gripið fram í.)

Mig langar líka að spyrja hvort hann tali sem talsmaður minni hlutans. Voru allir minnihlutafulltrúarnir sammála lýsingunni á einkavæðingu bankanna, einkavinavæðingunni og sölunni á Símanum? Talar hann fyrir alla þá þrjá sem skrifa undir nefndarálit minni hlutans?