136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[10:04]
Horfa

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég hef margoft gert grein fyrir því undir þessari umræðu að ég tel þetta afar vandmeðfarið mál og að menn ættu að taka til þess nægan tíma. Hér er verið að afgreiða málið í hasti, það er illa unnið, það er illa grundað. Ég hef marglýst því yfir að ég mun ekki taka þátt í að afgreiða þetta umdeilda mál í einhverri tímaþröng rétt fyrir jól eða tímaþröng rétt fyrir þinglok eins og málin hafa verið unnin á undanförnum árum. Þar af leiðandi mun ég ekki greiða þessari málsmeðferð atkvæði.