136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[10:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Vegna hruns bankanna mun það væntanlega gerast næsta haust að hinir almennu lífeyrissjóðir þurfi að skerða réttindi fyrir utan það að hv. þingmenn Vinstri grænna hafa líka lagt til að verðtryggingin verði skert til viðbótar á meðan þeir halda pikkföstum réttindum. Ég vil breyta þessu þannig að þingmenn geti valið sér lífeyrissjóð, það er komið í ljós hvers virði þessi réttindi eru því að þau hækka launin, þá er það orðið gagnsætt og ég mun geta sagt hv. þingmönnum í fílabeinsturninum, þegar ég er búinn að velja mér Lífeyrissjóð verslunarmanna þar sem ég á meginhluta réttinda minna, hvernig tilfinning það er að vera skertur varanlega. Vegna hruns bankanna og verðtryggingarbanns vinstri grænna mun ég geta sagt þingmönnum hvernig tilfinning það er sem allir aðrir og meiri hluti kjósenda þeirra munu upplifa þegar þessi skerðing á sér stað. Ég segi já.