136. löggjafarþing — 73. fundur,  4. feb. 2009.

Varamenn taka þingsæti.

[13:37]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hefur bréf frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar, Lúðvík Bergvinssyni, um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 2. þm. Reykv. s., sé í veikindaleyfi og geti ekki sótt þingfundi á næstunni. 1. varamaður flokksins í kjördæminu, Mörður Árnason íslenskufræðingur, tekur því sæti á Alþingi í dag. Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.