136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[12:51]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér þykir það furðu sæta að í þessari umræðu, um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands, situr aðeins einn ráðherra, þ.e. hæstv. forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. Mér þætti eðlilegt að undir kringumstæðum sem þessum, þegar verið er að ræða viðamikið mál, breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands, sem skiptir íslenska þjóð jafnmiklu máli og stjórnarliðar hafa viljað vera láta, að hér væru í það minnsta fulltrúar úr ríkisstjórninni og þá hæstv. fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sem er annar oddviti ríkisstjórnarsamstarfsins, og hæstv. viðskiptaráðherra sem hefur látið mörg orð falla á síðustu vikum og mánuðum um bankahrunið og það sem veldur því að við sitjum hér og ræðum breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Ég óska eftir því að hæstv. forseti kalli þessa ágætu stjórnarliða og ráðherra í þingsal (Forseti hringir.) að loknu matarhléi.