136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:59]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get í sjálfu sér bara endurtekið það sem ég sagði áðan, að í öllum vestrænum löndum þar sem ég þekki til er skýr aðskilnaður þannig að peningastefnan er mótuð af Seðlabankanum. Auðvitað innan ákveðinnar umgjarðar sem löggjafinn setur og við munum halda okkur við það. Það þýðir auðvitað ekki að við verðum með sömu peningastefnuna og hingað til. Hvernig dettur einhverjum manni það í hug? Við verðum auðvitað með nýtt fólk og nýja umgjörð og það ætti að verða til þess að stefnunni verði breytt. En henni verður breytt af faglegum og sjálfstæðum Seðlabanka.