136. löggjafarþing — 78. fundur,  10. feb. 2009.

lögskráning sjómanna.

290. mál
[15:06]
Horfa

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Aðeins vegna þess að mér finnst hafa komið fram smámisskilningur hjá hv. þingmanni. Eins og stendur í 2. gr. gilda lög þessi um áhafnir allra skráningarskyldra skipa á Íslandi sem gerð eru út í atvinnuskyni. Að tala um 12 brúttótonn eða 20 brúttótonn — í gildandi lögum eru 20 brúttótonn og stærri og við erum að færa það niður þannig að við erum að koma til móts við það sem hv. þingmaður gerði að aðalatriði í ræðu sinni.