136. löggjafarþing — 79. fundur,  11. feb. 2009.

útflutningur hvalafurða.

284. mál
[14:46]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Japan, Færeyjar, Grænland og Noregur kaupa hvalafurðir af okkur, mismikið þó. Víða er hægt að koma hvalafurðum eða hluta þeirra annars staðar á markað þannig að í sjálfu sér er fáránlegt að vera á móti þessu. Við erum að tala um útflutningsverðmæti upp á hugsanlega 4 eða 5 milljarða og að 200—300 manns geti haft af þessu atvinnu. Við þær aðstæður sem við búum eftir að bankarnir fóru á hausinn og það að við horfum upp á að 20.000 verði atvinnulausir er fáránlegt að nýta ekki þetta tækifæri sem við höfum og byrja að veiða hval. Fyrir utan að það hefur veruleg áhrif á lífríkið að hafa þessar stóru skepnur í samkeppni við fiskstofnana um æti.