136. löggjafarþing — 86. fundur,  23. feb. 2009.

mál á dagskrá.

[17:43]
Horfa

Jón Magnússon (S):

Virðulegi forseti. Það eru alvarlegir hlutir að gerast í þjóðfélaginu. Eðlileg lánastarfsemi liggur niðri, fyrirtækjunum og heimilunum er að blæða út og það er ekkert sem liggur fyrir frá ríkisstjórninni sem skiptir máli sem aðgerðapakki til hjálpar heimilunum í landinu eða fyrirtækjunum. Á sama tíma er fundum Alþingis frestað aftur og aftur án þess að gefnar séu skýringar fyrr en rétt undir það að þingfundi á að ljúka. Miðað við það sem virðulegur forseti sagði áðan í svari við fyrirspurn hv. þm. Bjarna Benediktssonar gat ég ekki skilið annað en að ekki yrðu frekari þingfundir í dag þar sem hann sagði að þau mál sem væru á dagskrá nú yrðu tekin fyrir á þingfundi á morgun. Ég hlýt að ítreka spurninguna um hvort það hafi verið réttur skilningur minn að þá væri verið að fresta fundum Alþingis í dag og að þessi dagur væri þá til ónýtis.