136. löggjafarþing — 91. fundur,  3. mars 2009.

opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og verðbréfaviðskipti.

358. mál
[15:34]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Virðulegi forseti. Ég tel að vissulega komi það allt eins til greina að slíkar reglur yrðu settar með reglugerð ráðherra en ég tel heppilegra að láta fyrst á það reyna hvort stofnunin sjálf setur sér ekki reglur sem duga, og ég hef reyndar fulla trú á því að hún muni gera það. Síðan væri hægt að endurmeta það að einhverjum tíma liðnum hvort það hafi dugað. Ef niðurstaða þess endurmats er að það hafi ekki dugað mætti huga að því að setja þetta inn í reglugerð. En almennt tel ég að það sé vel viðráðanlegt verkefni fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins og forstjóra að ganga frá þessu máli án beinnar íhlutunar ráðuneytisins.