136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

dagskrá og fyrirkomulag þingfunda.

[12:13]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég gat ekki skilið betur af fréttum í gær og viðtölum við formenn og forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi en að þar væri samhljómur um að láta þingstörf ganga sem greiðast, um að taka mál til meðferðar og í gegnum þingið eins hratt og vel og kostur væri. Þess vegna finnst mér alveg furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn er að tefja fyrir því að gengið sé til dagskrár og unnið að málum. Ég legg áherslu á að við fylgjum dagskránni hratt og vel og fylgjum því eftir sem við höfum áður sagt, að góð samstaða sé um að vinna hér hratt og vel.