136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:01]
Horfa

Forseti (Kristinn H. Gunnarsson):

Forseti hefur gert ráðstafanir til þess að kveðja til fundarins hið snarasta hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson sem er einn flutningsmanna. Hæstv. forsætisráðherra er bundin við skyldustörf til klukkan sjö. Forseti óskar þess að þingmenn sýni því skilning og geri ekki athugasemdir við það þó að þingfundi verði haldið áfram fram að kvöldmat, til klukkan sjö þegar gert verður matarhlé. En forseti á von á því að forsætisráðherra verði hér frá þeim tíma.