136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:02]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég er 2. flutningsmaður þessa máls og við höfðum samkomulag með okkur um það, ég og hæstv. forsætisráðherra sem varð að sinna öðrum skyldustörfum núna seinni part dagsins, að ég mundi leysa hana af og vera viðstaddur umræðuna. Það hef ég verið og hlustað á allt það sem hér hefur komið fram.

Síðan mun hæstv. forsætisráðherra, um leið og hún getur losað sig úr þeim verkefnum sem hún er bundin af núna, sem eru mjög mikilvæg, ég get upplýst það, koma hingað aftur. Ég lagði öll önnur verkefni til hliðar til þess að geta verið hér við umræðuna á meðan hæstv. forsætisráðherra væri fjarverandi og vona að það sé fullnægjandi. Ég held að það sé vel fyrir því séð að helmingur flutningsmanna sé á staðnum.