136. löggjafarþing — 101. fundur,  12. mars 2009.

álver í Helguvík.

[11:03]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég er ekki alveg viss um að það sé formlega rétt að málum staðið. Ég spurði hæstv. forsætisráðherra hvort hún hefði undir höndum lögfræðiálit þess efnis en það kom ekkert fram um það í svari hennar. Ég er ekki að tala um þetta mál efnislega og það kom mér ekkert á óvart að Vinstri hreyfingin – grænt framboð er á móti málinu. Ég velti því einungis fyrir mér hvort það gangi upp lagalega séð að leggja fram stjórnarfrumvarp sem stjórnarflokkur, heyrist mér, sem síðan er ætlunin að greiða atkvæði gegn. Mér heyrist ekki um það að ræða að hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar ætli að sitja hjá, heldur ætla þeir að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Það er, held ég, nýjung í íslenskri pólitík.