136. löggjafarþing — 108. fundur,  18. mars 2009.

skýrsla um afhendingaröryggi orku á Vestfjörðum.

399. mál
[14:36]
Horfa

Karl V. Matthíasson (Fl):

Frú forseti. Ég vil þakka þessa umræðu sem hafin var af hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni og líka fyrir svör hæstv. iðnaðarráðherra sem lýsir yfir miklum vilja sínum og jákvæðni hvað það varðar að Hvalárvirkjun fari í gang og allt sé gert til þess að svo megi verða.

Fyrir sex árum eða svo lagði ég fram þingsályktunartillögu um að gerðar yrðu nauðsynlegar forathuganir á hagkvæmni þessarar virkjunar og nú hefur það komið í ljós. Ég er á þeirri skoðun, frú forseti, að við eigum að gera allt til þess að reyna að koma þessari virkjun á laggirnar því eins og fram hefur komið þá er það grundvallaratriði í því að hafa afhendingaröryggi á rafmagni vestur á fjörðum það er bara alls ekki nóg í (Forseti hringir.) dag.