136. löggjafarþing — 108. fundur,  18. mars 2009.

samningur um siglingar yfir Breiðafjörð.

387. mál
[15:38]
Horfa

Karl V. Matthíasson (Fl):

Frú forseti. Ég þakka þessar umræður og sérstaklega gladdist ég við svar hæstv. samgönguráðherra þar sem hann segir að búið sé að gera samning og þetta eigi að vera í góðum málum til 2011. Líka hefur komið fram að það hafi verið tafir á vegaframkvæmdum þarna og ég held að það sé rétt að halda því til haga að það er ekki vegna þess að samgönguráðuneytið eða hæstv. samgönguráðherra hafi staðið í vegi fyrir því, heldur hafa verið málaferli út af vegalagningu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð. Ég vona að það verði lagað sem allra fyrst og það fari að komast á hreint.

Engu að síður langar mig til að segja, frú forseti, að ég held að í framtíðinni þegar koma harðir vetur og erfiðir, þó að það sé búið að leggja góða vegi, (Forseti hringir.) muni menn áfram tala um Baldursferðir þótt ekki væri nema bara yfir mestu vetrarmánuðina.