136. löggjafarþing — 111. fundur,  23. mars 2009.

tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu.

[15:13]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Að uppistöðu til er íslenska heilbrigðiskerfið rekið á vegum opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, og það gildir reyndar einnig um sjálfseignarstofnanir sem eru fjármagnaðar með skattfé. Síðan höfum við til hliðar kerfi þar sem sérfræðilæknar koma við sögu sem er reyndar einnig að verulegu leyti fjármagnað með fjármunum úr almannasjóðum.

Þarna er blanda sem Íslendingar hafa unað bærilega við fram til þessa. Átökin á undanförnum árum hafa hins vegar staðið um það hvort færa eigi landamærin til og hvort fara eigi með heilbrigðisþjónustuna í ríkari mæli en verið hefur út á markað. Því hef ég verið alfarið andvígur en ég tel að það eigi að reyna að mynda víðtæka sátt um það í heilbrigðiskerfinu að fara út í þennan farveg. Þetta er hagkvæmara, ódýrara, (Forseti hringir.) tryggir betri nýtingu á fjármunum og gagnast öllum, þeim sem njóta (Forseti hringir.) þjónustunnar og líka þeim sem veita hana.