136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

arðgreiðslur og laun hjá Íslandspósti.

[15:36]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra reynir að hlaupa undan þessu máli og afsala sér ábyrgð núverandi ríkisstjórnar á því að láta Íslandspóst greiða til sín arð. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við að Íslandspóstur greiði út þennan arð, 80 millj. Hagnaður síðasta árs var reyndar 78 millj. og teknar eru 80 millj. af. Spurningin er þessi: Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, hæstv. forsætisráðherra og, ef ég man rétt, hæstv. fjármálaráðherra gagnrýndu þessi fyrirtæki fyrir siðleysi, að láta greiða sér út arð á sama tíma og kjarasamningar voru ekki látnir gilda. En þessi fyrirtæki tóku upp á því að láta starfsmennina njóta þess líka að afkoman hefði verið góð á síðasta ári (Gripið fram í.) með því að láta gildistaka kjarasamningana. Því spyr ég: Stendur til hjá hæstv. fjármálaráðherra að láta starfsmenn Íslandspósts njóta þess sama? Einfalt svar.