136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:05]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta mál um stjórnarskipunarlög snýr að nokkrum megingrundvallaratriðum, í fyrsta lagi að náttúruauðlindir sem ekki eru háðar eignarrétti verði skilgreindar (Gripið fram í: … fundarstjórn forseta?) í þjóðareigu.

Í öðru lagi snýst þetta um þjóðaratkvæðagreiðslu, rétt fólks til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. (Gripið fram í: Tengist þetta fundarstjórn forseta?)

Í þriðja lagi snýr það að því að sérstakt stjórnlagaþing verði kosið til að vinna að endurskoðun á stjórnarskránni. (Gripið fram í: Tengist þetta fundarstjórn einhvern veginn?) Þetta tengist fundarstjórninni af því að forseti fylgir hér eftir ákvörðun sem var tekin á fundi með formönnum þingflokka.

Ég skil ekki af hverju sjálfstæðismenn óttast umræðuna um þjóðaratkvæðagreiðslu, óttast að málum (Forseti hringir.) verði breytt í þá veru að þjóðaratkvæðagreiðslur fái aukinn rétt. (Forseti hringir.) Mér finnst rétt að við göngum þá beint til efnislegrar umræðu (Gripið fram í.) um málið en dveljum ekki við eitthvert (Forseti hringir.) málþóf um fundarstjórn forseta sem er prýðileg. (Gripið fram í.)