136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:28]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Herra forseti. Að tala um málþóf þegar rætt er um stjórnarskrána sýnir lítilsvirðingu hv. þingmanns gagnvart stjórnarskránni. Það er aldrei hægt að tala um málþóf þegar rætt er um stjórnarskrána. Það er skylda okkar þingmanna að ræða málefni stjórnarskrárinnar mikið og ítarlega enda er verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar. Það er ekki einungis að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sé í boði Framsóknar, og ég fagna því að allt í einu eru tveir þingmenn Framsóknar í þingsal, (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Þetta er ómálefnalegt.) heldur er líka verið að traðka á stjórnarskránni í boði (Gripið fram í.) Framsóknar.

Ég vil ítreka þá spurningu mína hvort ekki sé hægt að gera hlé á umræðunni um stjórnarskrána og ræða málefni Helguvíkur (Forseti hringir.) eða eru framsóknarmenn líka á móti því?