136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:36]
Horfa

Ásta Möller (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við hv. þingmenn höfum hlustað á hv. þm. Jón Magnússon flytja ræðu sína sem var mjög fróðleg og mjög spyrjandi. Í þingsalnum eiga að fara fram skoðanaskipti milli ólíkra hugmynda og ólíkra skoðana. Þau skoðanaskipti fara ekki hér fram. Hér er mörgum spurningum ósvarað, m.a. spurningum hv. þm. Jóns Magnússonar. En flutningsmenn frumvarpsins láta ekki svo lítið að láta sjá sig til þess að svara þessum spurningum sem ekki bara hann bíður eftir að fá svar við heldur einnig aðrir hv. þingmenn.

Mér þykir einsýnt að hér komi ekki þeir aðilar sem óskað er eftir að sitji þennan þingfund þannig að ljóst er að ekki er fundarfært lengur. Skoðanaskipti fara ekki hér fram og ég hvet hæstv. forseta að fresta (Forseti hringir.) fundi nú þegar.