136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

umræða um dagskrármál.

[11:48]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Arnbjargar Sveinsdóttur þar sem hún hvetur hæstv. forseta til að breyta um röð á dagskrá til þess að fjallað verði fyrst um þau mál sem eru mjög aðkallandi og brýnt að klára, svo sem 7. mál á dagskrá er varðar Helguvík. Er rétt að það komi fram, virðulegi forseti, vegna þess að hv. þm. Atli Gíslason hrópaði fram í fyrir hv. þm. Arnbjörgu Sveinsdóttur og sagði að því fylgdu engin sumarstörf að vinna í Helguvík. Þetta er mikill misskilningur hjá hv. þm. Atla Gíslasyni. Það eru hundruð starfa sem liggja undir, hundruð starfa í línulögnum á Reykjanesi við undirbúning hafnargerðar í Helguvík og mörg önnur verkefni sem þarf að vinna í tengslum við uppbyggingu álvers í Helguvík. Það hefði hv. þm. Atli Gíslason vitað ef hann væri þingmaður (Forseti hringir.) Suðurkjördæmis.