136. löggjafarþing — 125. fundur,  4. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:07]
Horfa

Dögg Pálsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir að við skulum nú upplýst um það að við verðum ekki hér nema til um það vil fimm á morgun, plús/mínus, og vona að það sé ekki plús/mínus margir klukkutímar. Ég vona að ég sé ekki að sýna hæstv. forseta eða embætti hans neina óvirðingu með því að leyfa mér að gera athugasemd við það að hann haldi því fram að hann reyni að halda hér á málum þannig að hann flýti þinghaldinu.

Honum hefur margsinnis verið bent á það með hvaða hætti hann getur flýtt þinghaldinu. Talað hefur verið um það að við erum tilbúin til að fresta þessari umræðu og hleypa fram málum sem við teljum vera þjóðhagslega nauðsynleg og teljum að þjóðin bíði eftir að séu rædd hérna. Ekki það að ég ætli að gera lítið úr stjórnarskránni en við hins vegar erum í þessari umræðu um stjórnarskrána af því að hér er minni hlutanum sýnd alger lítilsvirðing. Svo kallar hæstv. forsætisráðherra það að hann sé að koma hér á lýðræðisumbótum og það eru lýðræðisumbætur (Forseti hringir.) sem er komið fram með því offorsi (Forseti hringir.) sem hér um ræðir.