136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd -- frumvarp um stjórnarskipunarlög -- röð mála á dagskrá.

[10:44]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Áður en forseti hleypir næsta þingmanni að til að ræða fundarstjórn forseta vill forseti minna þingmenn á það að nú er málið í höndum þingsins og hér eru í þingsalnum þeir fulltrúar, þingmenn sem bera ábyrgð á málinu. (Gripið fram í: Hverjir eru þeir?) Hv. þingmenn Guðjón A. Kristjánsson, Birkir Jón Jónsson, Valgerður Sverrisdóttir og Lúðvík Bergvinsson. Þannig að hér eru fjölmargir til svara ef spurningar vakna.