136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

svör ráðherra í utandagskrárumræðu.

[11:52]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Hér fór fram utandagskrárumræða um þetta efni og hafi hv. þingmaður eða þingmenn sem tóku þátt í þeirri umræðu ekki talið sig fá þau svör við þeim spurningum sem fram hafa komið vill forseti benda á að á mánudaginn kemur hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum. Þar er leið fyrir hv. þingmann að fara aftur fram með fyrirspurnir.

Forseti hefur meðtekið þessa ósk og mun íhuga það með hvaða leiðum og ráðum hægt sé að koma þeim svörum til hv. þingmanna sem óskað er eftir eða þeim skilningi á svörum sem óskað er eftir.