136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

dagskrá næsta fundar.

[12:53]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það er dálítið erfitt að skilja þessa tillögu vegna þess að þau mál sem sjálfstæðismenn vilja taka á dagskrá eru á dagskrá. Þau eru öll á dagskrá. Það eina sem er (Gripið fram í.) er að hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa raðað sér þannig á mælendaskrá að málin komast ekki á dagskrá. Ef raunverulegur vilji væri hjá hv. sjálfstæðisþingmönnum að taka þau á dagskrá mundu þeir að sjálfsögðu stytta mál sitt og tæma mælendaskrána mun fyrr. Þetta er staðreynd málsins og mikilvægt að — (Gripið fram í.) (Gripið fram í: … fullkomin lítilsvirðing.)

Virðulegi forseti. Þetta liggur svona. Ef menn eru ósáttir við þetta gæti ég svo sem lesið upp þau átta mál sem eru á dagskrá, ef menn telja að ég fari hér með rangt mál. (Gripið fram í.) Þannig stendur þetta (Gripið fram í.) en ef ég skil rétt eru 25 þingmenn Sjálfstæðisflokksins á mælendaskrá, eða 26, og mér finnst mikilvægt, (Forseti hringir.) virðulegi forseti, að þeir fái að ljúka máli sínu (Forseti hringir.) og síðan höldum við áfram með dagskrána.