136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:18]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það vakti nokkra athygli mína að hér væri aftur komið að hv. þm. Illuga Gunnarssyni á mælendaskrá, sem fram til þessa hefur talið um og yfir 20 manns, eftir að aðeins tveir ræðumenn höfðu talað á eftir honum.

Ég tek undir með hv. þm. Merði Árnasyni að þetta er nokkuð skondið. Þegar maður fer að skoða afrekaskrá dagsins í dag þá höfum við hlýtt á 13 ræður sjálfstæðismanna. Nokkrum sinnum hefur verið rætt um fundarstjórn forseta. Hér hafa verið eiginlega andsvör við hverja ræðu. Kannski eru tvær undantekningar þar á. En hér virðast tveir hv. þingmenn njóta einhverra sérkjara á mælendaskrá þar sem eru hv. þm. Illugi Gunnarsson og einnig hv. þm. Birgir Ármannsson. En það voru aðeins átta ræðumenn sem komust að á milli ræðna hans.