136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:17]
Horfa

Árni M. Mathiesen (S):

Herra forseti. Það virðist vera einhver misskilningur í stöðunni. Lögð hefur verið fram önnur tillaga þó að hún hafi kannski ekki borist forseta í forsetastól, hún hefur þá verið lögð fram á skrifstofu. Væntanlega hefur hún borist forseta núna, ef mér skjátlast ekki. Þá ætti að vera til tillaga sem hægt væri að fresta fundi út af og boða til fundar með þingflokksformönnum og ræða um framhald málsins, hvort sátt náist um nýja dagskrá í anda þess sem þingmenn úr stjórnarliðinu og stjórnarandstöðu hafa lagt til eða hvort rétt er að greiða atkvæði um dagskrártillöguna.