136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:41]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þar sem þingflokksformaður Samfylkingarinnar er eini þingmaður Samfylkingarinnar í þingsalnum vil ég ítreka fyrirspurn mína um framgöngu hv. þm. Marðar Árnasonar sem er í Samfylkingunni eins og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, Lúðvík Bergvinsson, hvort hann telji að hér hafi verið um eðlilega þinglega aðferð að ræða. (KÓ: Þögn er sama og samþykki.)

Ég ítreka þessa spurningu og vænti þess að þingflokksformaður Samfylkingarinnar sé tilbúinn til þess að svara henni vegna þess að ólatur hefur hann nú verið iðulega við það að koma upp í ræðustól þegar hann hefur talið ástæðu til. Ég tel virkilega ástæðu til þess að hann geri grein fyrir því hvort hann telji að þarna hafi verið farið fram með eðlilegum og réttmætum hætti svo sem flokksbróðir hans hv. þm. Mörður Árnason gerði hér áðan.