136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

framhald þingfundar og borgarafundur.

[15:11]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði að vekja athygli á því að í kvöld er borgarafundur hér í Reykjavík. Það hefur skapast ágæt hefð fyrir því að gera hlé á þingstörfunum á meðan slíkur fundur er haldinn. (Gripið fram í.) Ef hv. þm. Mörður Árnason vill bera saman borgarafundi í Reykjavík þar sem verið er að ræða stjórnmál og breska knattspyrnuleiki er það alveg hans val.

En ég ætla að ræða það við hæstv. forseta að hann geri alla vega hlé á fundinum þangað til klukkan er korter yfir 9, í þann tíma sem borgarafundurinn mun standa, ef ég veit rétt. Þegar að þeim tíma er komið finnst mér full ástæða til þess að gera hlé á fundunum þannig að við gætum þá haldið áfram á morgun með þingfund. Ég treysti forseta til þess að haga fundi þannig að (Forseti hringir.) það verði gert hlé þegar kemur að borgarafundinum.