136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

sjúkraskrár.

170. mál
[19:10]
Horfa

Frsm. heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg):

Hæstv. forseti. Hér hafa verið langar og miklar umræður í dag og í sjálfu sér ekki nema eðlilegt, við aðrar aðstæður hefðu þær kannski tekið enn þá lengri tíma. En ég vona að fram hafi komið gott innlegg og góðar upplýsingar til þess að hafa sem veganesti í þeirri vinnu sem undirbúningshópurinn hefur til þess að innleiða lögin þegar þetta verður orðið að lögum. Að fram hafi komið góðar leiðbeiningar til þeirra sem vinna málið áfram.

Miðað við þær umræður og athugasemdir sem hafa komið fram í dag þá nefndi ég það fyrr að það væri eðlilegt að hafa fund í heilbrigðis- og trygginganefnd og fara yfir 15. gr. og ég óska eftir því að málinu verði vísað til heilbrigðisnefndar milli 2. og 3. umr.

Annars þakka ég fyrir góðar umræður og góðar undirtektir og þykist heyra það á öllum að mikill vilji sé fyrir því að afgreiða þetta frumvarp nú á þessu þingi og ég vona að það gangi eftir.