137. löggjafarþing — 3. fundur,  19. maí 2009.

endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[14:21]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir skýr svör. Ég held að nauðsynlegt sé að taka af öll tvímæli um hvaða reglugerðir hér er vísað til. Ég tel að þetta sé nokkurt umhugsunarefni því reglugerðarvald hefur verið rýmkað talsvert á undanförnum árum og afhent framkvæmdarvaldinu. Hér er af hálfu hæstv. ráðherra verið að koma til móts við þau sjónarmið að þingið þurfi að eiga beina aðkomu að mörgum mikilvægum ákvæðum sem ætlað er samkvæmt frumvarpinu að festa í reglugerð.

Ég held að athyglisvert verði að sjá hvort staða þingsins og nefnda þess verði með þeim hætti styrkt í samskiptum þess við framkvæmdarvaldið og hvort menn muni bregða á þetta ráð í fleiri málum að þingnefndirnar komi beinlínis að reglugerðarsetningunni. Ég held að slík ný vinnubrögð hér í þinginu kalli á umtalsverða umræðu (Forseti hringir.) í kringum þetta.