137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:36]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að þakka hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur fyrir innlegg hennar í þessa umræðu og tel hana vera mjög heiðarlega og samkvæma því sem hún hefur sagt á öðrum vettvangi.

Ég get tekið heils hugar undir með henni að við snúum okkur að einhverju sem skiptir minna máli en það við eigum að vera að eyða tímanum í núna.

Þá langar mig að spyrja hana að tvennu. Í fyrsta lagi: Hver gaf þeim hluta ríkisstjórnarinnar, þeim ráðherrum sem sitja af hálfu Vinstri grænna, umboð — því að ekki styðja þeir allir þá tillögu sem er komin inn í þingið? Hafa þeir þá fullt umboð þingflokksins gagnvart þeirri tillögu?

Í öðru lagi: Þar sem tillaga sjálfstæðismanna og framsóknarmanna er mun skynsamlegri og menn draga þar andann með nefinu og hella sér ekki út í þessa vitleysu strax, er hv. þingmaður þá tilbúin að styðja tillögu til að koma í veg fyrir það óðagot sem nú er upp komið?