137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

náttúruverndaráætlun 2009--2013.

52. mál
[11:53]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kemur fram í þessari þingsályktunartillögu að í þeirri fyrstu sem gilti fyrir árin 2004–2008 var talað um að friða 14 svæði auk Vatnajökulsþjóðgarðs. Niðurstaðan eftir allt það ferli er að búið er að friða tvö svæði, þ.e. Guðlaugstungur og Vatnshornsskóg, og stofna Vatnajökulsþjóðgarð, þannig að 12 svæði eru eftir af síðustu áætlun.

Ef þessi áætlun verður samþykkt er verið að taka inn 13 ný svæði og þá verða um 25 svæði í pípunum. Þetta gengur greinilega allt of hægt og maður skilur ekki alveg af hverju þetta þarf að ganga svona hægt. Þó að maður viti að ferlið er þungt þá segi ég: Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Ég vil því gjarnan fá að heyra hvað hæstv. ráðherra sér fyrir sér.

Hæstv. ráðherra segir að ferlið sé svolítið þungt í vöfum og að hún ætli að beita sér fyrir því að þetta gangi hraðar og auðveldar fyrir sig, og ég tek svo sannarlega taka undir það, (Forseti hringir.) en þá held ég að það verði að skoða eitthvað verkferlana í ráðuneytinu sjálfu.