137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

49. mál
[15:43]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Svarið við þessari spurningu er náttúrlega að það hefur alltaf verið gengið út frá því og er gengið út frá því að yfirfærslan eigi sér stað á réttu verði, þ.e. að þetta sé raunverulegt og besta mögulegt mat á verðmæti þeirra eigna og skulda sem fluttar eru yfir. Það er að sjálfsögðu ætlunin. Síðan kemur svo í ljós hvernig efnahagur nýju bankanna stendur og hvort borga þarf þar mismun til baka vegna þess að þeir hafi fengið meiri eignir en þeir tóku yfir skuldir. Þetta er uppgjör sem að sjálfsögðu er ætlað að vera á sem réttustum grunni og um það er núna tekist á í þeim samningaviðræðum sem yfir standa milli ríkisins annars vegar eða samningamanna fyrir þess hönd, nýju bankanna og fulltrúa ríkisins annars vegar við skilanefndirnar og kröfuhafana hins vegar.