137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

Icesave-reikningarnir.

[10:53]
Horfa

Þór Saari (Bhr):

Virðulegi forseti. Mig langar að beina spurningum til hæstv. forsætisráðherra þar sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarna daga varðandi Icesave-reikninga: Hvenær er fyrirhugað að skrifa undir samninga um Icesave-reikningana? Hver er heildarupphæð, brúttó, Icesave-skuldbindinganna? Og í þriðja lagi: Getur forsætisráðherrann hæstv. lofað þinginu því að samningurinn fái ítarlega þinglega meðferð áður en skrifað verður undir hann?