137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

Icesave-skuldbindingar.

[13:50]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Varðandi spurninguna um þær eignir sem voru í bankanum í Englandi og hafa verið frystar þar, þá hefur því verið aflétt. Og hvort þetta gangi beint inn í þrotabúin í hendurnar á slitastjórnunum og til kröfuhafa get ég bara ekki svarað. Ég hef ekki skoðað það nákvæmlega. Það sem er mikilvægast er þó að búið er að létta af frystingunni og það verður að skoða hvernig með þetta er farið, hvort þetta þarf samkvæmt lögum að renna til slitastjórnarinnar og sameinast við þær eignir sem eru þá til ráðstöfunar fyrir kröfuhafana. Þetta verður bara að koma í ljós.