137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

Icesave -- endurskoðun raforkulaga -- greiðsluaðlögun -- vinnubrögð á Alþingi o.fl.

[10:32]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í byrjun mánaðarins fór fram kynning fyrir þingflokkunum á samningnum um Icesave-reikningana og þá tóku báðir stjórnarflokkarnir ákvörðun um að styðja þann samning og heimila ríkisstjórninni að skrifa undir samninginn án þess að hafa séð hann. Mig langar til að spyrja hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson, formann þingflokks Samfylkingarinnar, hvort þingflokkur hans muni skipta um skoðun í þessu máli eftir að hafa kynnt sér samninginn að nýju og fengið að sjá smáa letrið í samningnum, sem er mjög alvarlegt, og hvort menn þurfi þá að ganga aftur til samninga og hvort það hafi verið mistök að heimila fjármálaráðherra að skrifa undir samninginn.