137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[11:08]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Hér er á ferðinni mjög mikilvægt mál sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf til langs tíma horft. Ég þakka hv. nefndarmönnum fyrir starfið og tel augljóst að mikið og gott starf hafi verið unnið í nefndinni. Mér hefur verið tjáð að málinu verði nú vísað milli 2. og 3. umr. til nefndar enn á ný og ég mæli fyrir hönd margra sjálfstæðismanna sem ákváðu að sitja hjá í þessu máli núna við 2. umr. og við viljum sjá hvort málið taki frekari breytingum milli 2. og 3. umr. í nefndarvinnunni. Mörg okkar telja að ýmislegt þurfi að skoða betur og það sé hægt að vinna þetta mál þannig og þannig verði bundið um hnúta að lágmarki afskipti ríkisvaldsins af íslensku efnahagslífi. Það skiptir miklu máli og því er mikið atriði að vel verði haldið utan um þetta (Forseti hringir.) og við munum taka endanlega afstöðu til málsins þegar það kemur aftur út úr nefnd.