137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[12:40]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Í fyrsta lagi vil ég undirstrika það gagnvart hv. þingmanni að þetta mál er á forræði fjármálaráðherra og hann er hér til andsvara. (Gripið fram í.) Ef hv. þingmaður (Gripið fram í.) hefur einhverjar spurningar sem hæstv. fjármálaráðherra getur ekki svarað eða ef það er eitthvað sem hann vill vita sem einungis hæstv. forsætisráðherra getur svarað (Gripið fram í: Er þetta um fundarstjórn forseta?) veit ég það að hæstv. forsætisráðherra kemur til fundar.

Hins vegar vil ég upplýsa að hæstv. forsætisráðherra hefur lögmæt forföll a.m.k. fram undir hálfþrjú. Ég gæti greint hv. þingmanni frá því úr stóli forseta ef hann vill. (Gripið fram í: Ert þú forseti?)