137. löggjafarþing — 24. fundur,  22. júní 2009.

Heilsufélag Reykjaness.

[15:33]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir viðbrögð hans í þessu máli og hvet hann til dáða hér á landi sem erlendis. Sérstaklega var ég ánægður með viðbrögð hans til þeirra viðhorfa sem fram hafa komið í Samfylkingunni og Vinstri grænum um uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu. Þarna er um að ræða flottustu skurðstofur landsins sem eru ekki nýttar með sem allra bestum hætti og það væri gott að horfa til óhefðbundinna leiða til að nýta betur þá fjárfestingu sem við höfum þegar lagt út í, jafnframt sem við höfum frábært tækifæri til að styrkja Reykjanesið sem býr við allt of mikið atvinnuleysi í dag.