137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[21:09]
Horfa

Frsm. minni hluta viðskn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það vakti athygli mína þegar ég var með frammíkall áðan varðandi ræðu stjórnarþingmanns að þá greip forseti strax til bjöllunnar og gerði athugasemd við frammíkall mitt. Nú er ég búinn að vera í þinginu nokkurn tíma og núna nokkuð í sumar en ég verð að viðurkenna að ég verð ekki var við þetta þegar ég held ræður eða aðrir stjórnarþingmenn. Ég vil spyrja virðulegan forseta hvort þetta sé einhver ný regla sem snúi þá sérstaklega að stjórnarandstöðuþingmönnum, að þeir megi ekki kalla fram í meðan á ræðum stendur því svo sannarlega hefur það ekki verið þannig þegar stjórnarþingmenn kalla fram og svo sannarlega var það ekki þannig þegar þeir sem eru stjórnarþingmenn núna voru stjórnarandstöðuþingmenn. Ég hef ekki orðið var við þetta þegar ég held ræður eða félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum í stjórnarandstöðunni þannig að ég vildi fá að vita: Er þetta einhver ný regla sem beinist þá sérstaklega að stjórnarandstöðu þingmönnum?