137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:37]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er stutt síðan ég tók fyrst þátt í pólitísku starfi, ég starfaði áður í atvinnulífinu og mér finnst Evrópusambandið snúast um gjaldmiðilsmálin og peningamálin. Ég hef starfað í útflutningi og ferðaþjónustu og það skipti engu máli hversu vel við gerðum í okkar rekstri, hversu vel starfsmenn stóðu sig eða gæði vörunnar voru, arðsemi rekstrar réðst af flökti krónu. Við svo má ekki búa.

Í ítarlegu nefndaráliti hef ég farið ítarlega yfir að ekki verði gefinn neinn afsláttur gagnvart sjávarútvegi og landbúnaði og ég segi því að þeir sem vilja sækja um aðild að ESB standi vörð um atvinnulífið í landinu.